Drífa Snæ­dal, for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands, segir engan undra að flug­vellir í eigu al­þjóð­legra stór­fyrir­tækja eigi erfitt með að fá fólk til sín, enda reyna þeir eftir fremsta megni að lækka laun og starfs­manna­kostnaði. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Drífu Snæ­dal sem birtist í dag.

Drífa segir ferða­þyrst fólk flykkjast til og frá landinu eftir tveggja ára ferða­tak­markanir. „Flug­vellir víða um heim standa ekki undir á­laginu og aldrei að vita hvar far­angur endar eða í versta falli ferða­menn,“ segir hún.

Á mörgum flug­völlum víða um heim hefur neyðar­á­stand skapast vegna mann­eklu, þá er á­lagið á vinnandi fólk mikið. Drífa segist ekki furða sig á því að það vanti starfs­fólk enda reyni flug­vellir sem eru í eigu al­þjóð­legra fyrir­tækja að keyra niður launa- og starfs­manna­kostnað.

„Flug­vellirnir eru oft langt frá heimilum, starfs­um­hverfið er ó­manneskju­legt og hækkandi sam­göngu­kostnaður, barna­gæsla og fleira gerir það að verkum að fólk greiðir nánast með sér til vinnu,“ segir Drífa.

Þá bætir hún við að fyrir­tæki sem ekki stóðu með starfs­fólkinu í Co­vid far­aldrinum eigi sér­stak­lega erfitt með að fá fólk til sín. „Þetta er stað­reynd úti í heimi og þetta er líka stað­reynd á Ís­landi,“ segir hún.

Drífa segir að einnig sé hægt að heim­færa þetta á heilu sam­fé­lögin. „Þau sem bjuggu við sterkt opin­bert kerfi og beittu al­manna­tryggingum í far­aldrinum koma betur út en sam­fé­lög þar sem fólk féll niður í ör­birgð og von­leysi án af­komu,“ segir hún.

Drífa segir verð­bólguna þrengja að stöðu vinnandi fólks, þá sæki fólk í stuðning til stéttar­fé­laga og beitir sam­taka­mætti til að knýja fram betri kjör í ó­við­unandi á­standi.

„Þau ríki sem geta beitt skatt­kerfum til jöfnunar, búa við sterka verka­lýðs­hreyfingu og sterkt opin­bert kerfi hafa mögu­leika til að bæta kjör al­mennings og styrkja með þeim hætti at­vinnu­lífið. Við erum þar á meðal,“ segir Drífa.