Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, fjallar um ferð sína til Was­hington þar sem hún var full­trúi Al­þjóða­sam­bands verka­lýðs­fé­laga á sam­ráðs­vett­vangi Al­þjóða­bankans og Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins í föstu­dags­pistli sínum. Á sam­ráðs­vett­vangnum fékk hreyfingin mögu­leika á að ræða milli­liða­laust við þá sem stýra stofnunum. Segir Drífa á­hersluna hafa verið, af hálfu verka­lýðs­hreyfingarinnar, var gæði starfa, jöfnuður, jafn­rétti og sátt­máli um félgs­lega vernd. 

„Svo virðist sem þessar al­þjóða­stofnanir séu að gera sér grein fyrir að jöfnuður sé lykil­at­riði í að koma á og við­halda friði, hvort sem er innan ríkja eða á milli þeirra. Þá þarf að vinda ofan af þeirri stefnu að fjölgun starfa sé nauð­syn í sjálfu sér án þess að vinnu­vernd, fé­lags­legt rétt­læti og sæmi­leg laun séu einnig í pakkanum,“ ritar Drífa. 
Þá segir Drífa að þegar Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn sé farinn að leggja til há­tekju­skatt til að auka jöfnuð og jafn­vel sam­eigin­legan fjár­magns­fltninga­skatt til að stemma stigu við stakkaundan­skotun, hljóta stjórn­völd um allan heim að hlusta. „Enda hefur sjóðurinn hingað til ekki veirð þekktur fyrir að vilja skatt­leggja þá auðugu sér­stak­lega.“ 

Bendir Drífa á að slík stefnu­breyting hljóti að vera til marks um að flestir geri sér grein fyrir því að mis­rétti í heiminum sé komið að þol­mörkum. „Það er bók­staf­lega lífs­nauð­syn­legt fyrir lýð­ræði og frið í heiminum að vinda ofan af mis­réttinu. Það mun svo koma í ljós hvort á­herslur verka­lýðs­hreyfingarinnar skili sér í stefnu og að­gerðum Al­þjóða­bankans og Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðsins.“ 
Þá víkur Drífa heim og segir aðildar­fé­lög ASÍ hamast við að ná samningum við Sam­tök at­vinnu­lífsisn og sam­tal við stjórn­völd sé enn í gangi. Ljóst sé þó að ef ekki á að koma til harðra á­taka sé nauður tími til stefnu. Í næstu viku hefjast að­gerðir á ný. 

Að­lokum bendir Drífa á að svört skýrsla hafi komið út í dag um Ís­land frá sér­fræðinga­hópi Evróp­ráðsins um mansals­mál. Það hafi þó ekki komið á ó­vart að skýrslan væri svört. „Nýs dóms­málar­á­herra bíða þau brýnu verk­efni að koma á sam­ræmingar­teymi, gera að­gerðar­á­ætlun, breyta lögum er varða man­sal, auka yfir­sýn og fræðslu um mála­flokkinn. Það þarf að lyfta grettis­taki í þessum málum, ekki síðar en í gær. 

Til að enda á já­kvæðum nótum þá má öðlast trú á bjarta fram­tíð með því að gera sér ferð í Laugar­dals­höllina í dag og á morgun en þar fer fram Ís­lands­mót iðn- og verk­greina þar sem keppt er í fjöl­mörgum greinum af metnaði og fag­mennsku.“