Innlent

Drífa: „Markaðs­lög­málin munu ekki leysa hús­næðis­vandann“

Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að eins og staðan er í dag vanti um átta þúsund íbúðir og að markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks sem skortir húsnæði. Markaðslögmál muni ekki leysa vandann því hann sé félagslegur.

Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands Fréttablaðið/Anton Brink

Drífa Snædal, nýkjörin forseti Alþýðusambands Íslands, segir í vikulegum pistli að sambandið muni á næstum vikum setja húsnæðis- og skattamál á oddinn, auk þeirra mála sem skipta afkomu fólks hvað mestu og mikilvægast er að bæta úr.

Hún segir að húsnæðismálin hafi verið rætt á samráðsfundi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og að vonar að það sé „sameiginlegur skilningur allra að ekki verður gengið frá kjarasamningum nema húsnæðismálin verði tekin föstum tökum.“

Hún segir að eins og staðan er í dag vanti um átta þúsund íbúðir og að markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks sem skortir húsnæði.  

„Markaðslögmálin munu aldrei leysa húsnæðisvandann heldur er það félagslegt mál að fólk hafi húsnæði á viðráðanlegu verði. Auk þess er afar brýnt að tryggja hagsmuni leigjenda þannig að almenningur sé ekki ofurseldur óöruggum leigumarkaði og leigusölum sem hækka leiguna eftir hentisemi,“ segir Drífa í pistli sínum.

Hún segir að innan sambandsins hafi verið stofnuð sérstök húsnæðisnefnd sem muni vinna með helstu sérfræðingum við að útfæra hugmyndir bæði til skamms og langs tíma.

„Ég geri mér vonir um að við fáum góðan hljómgrunn meðal stjórnmálamanna og við áttum okkur öll á að hér þarf róttæka nálgun til að vinna úr neyðarástandi,“ segir Drífa.

Hún segir að hún hafi, ásamt forystu ASÍ, talað máli launafólks á ýmsum fundum í vikunni og að það skýrist vonandi fljótlega hvaða umboð landssambönd innan ASÍ veiti heildarsamtökunum og hvaða mál þau fái til úrlausnar í tengslum við tilvonandi kjarasamningsumræður.

Pistil Drífu er hægt að lesa hér í heild sinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Setti tvö Íslandsmet í dag: „Ekkert kjöt, engin mjólk, engin egg“

Innlent

Einn vann 27 milljónir

Innlent

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Auglýsing

Nýjast

Íslendingar sólgnir í hrossakjöt: „Ég elska folald“

Trump heimsækir brunasvæðin: Tíu þúsund heimli farin

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Auglýsing