Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, kallar eftir að­komu stjórn­valda í komandi kjara­bar­áttu, að­stæður á fast­eigna­markaði kalli á beina og ó­tví­ræða að­komu. Staðan sé orðin það al­var­leg að stjórn­völd geti ekki komist upp með að skila auðu við samninga­borðið.

Drífa segir launa­fólk finna fyrir verð­hækkunum. „Af­borganir af hús­næði með hækkandi vöxtum og verð­bólgu, bensín­kostnaður, sam­göngu­kostnaður, matar­kostnaður – við finnum öll að við búum í dýr­tíð núna,“ segir hún og bætir við að þetta sé í takt við það sem ASÍ hafi sagt og varað við.

„Við erum búin að tala okkur hás um hús­næðis­skort og hann eykst með komu fleira flótta­fólks frá Úkraínu og með fleira fólki sem kemur til landsins til að leggja hönd á plóg í okkar at­vinnu­lífi og við þurfum á að halda.“ Reynslan sýni að verka­lýðs­hreyfingin hafi gengið til skyn­samra kjara­samninga. „Oft hefur þurft stjórn­völd til að tryggja að þær hækkanir sem er samið um séu ekki teknar annars staðar frá af fólki.“

Þá sé hún sér­stak­lega að hugsa um af­borganir af hús­næðis­lánum, matar- og bensín­verð. „Þetta er ekki endi­lega út­kljáð í kjara­samningum og stærstu fram­fara­skrefin fyrir launa­fólk og al­menning hafa verið í sam­starfi og sam­ráði við stjórn­völd.“