Á næstu dögum mun Flug­freyju­fé­lag Ís­lands vísa kjara­deilu fé­lagsins við flug­fé­lagið Play Air til ríkis­sátta­semjara fallist Play Air ekki á form­legar við­ræður um kjara­samninga flug­liða.

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hún hafi miklar á­hyggjur af ís­lenskum vinnu­markaði í fram­tíðinni og launum í landinu verði við­skipta­módel Play Air að for­dæmis­máli. „Það er á­stæðan fyrir því að við erum að leggja svona mikinn þunga í þetta,“ í­trekar Drífa.

„Samningarnir sem gerðir voru við Ís­lenska flug­stéttar­fé­lagið eru ekki gerðir á fé­lags­legum grunni og vinnu­lög­gjöfin kveður á um að at­vinnu­rek­endur eigi ekki að hluta sig til um stéttar­fé­lög, þetta er því á afar gráu svæði,“ segir Drífa.

Samningana þurfi að gera á réttum for­sendum og ef farið er að miða við sam­keppnis­hæfni við önnur Evrópu­lönd sé það afar ó­rök­rétt.

„Það þarf að gera ráð fyrir að ein­staklingar sem starfa undir ís­lensku flug­rekstrar­leyfi og búa á ís­lenskum hús­næðis­markaði hljóti launa­greiðslur í takt við verð­lag hér á landi.“

ÍFF hefur að mati Drífu enga burði til að standa við bak fé­lags­manna en það er flug­liðum í hag að ganga inn í Flug­freyju­fé­lag Ís­lands. „Það er mjög hag­stætt fyrir flug­freyjur PLAY Air og geta þær sem voru áður hjá WOW air endur­vakið réttindi sín sem þær hafa byggt upp áður.“