Vöru­bíll ók á dreng á reiðhjóli um klukkan 14 í dag á Akra­nesi. Drengurinn er 11 ára gamall.

Að sögn Jónas Hall­gríms Ottó­sonar, rann­sóknar­lög­reglu­manns á Vestur­landi, er drengurinn slasaður og var fluttur á Heil­brigðis­stofnun Vestur­lands í mynda­töku og eftir það átti að flytja hann til Reykja­víkur í nánari skoðun.

„Ungur drengur verður undir vöru­bíl og er eitt­hvað slasaður en ekki í lífs­hættu,“ segir Jónas Hall­grímur.

Hann segir að slysið hafi átt sér stað á svæði sem er í byggingu og þar sé tals­vert um þunga um­ferð. At­vikið átti sér stað stuttu eftir að skóla­haldi lauk í dag.

Rannsókn lögreglu á slysinu er enn í gangi.

Umferðarslys átti sér stað á Akranesi í dag þar sem 11 ára gamall drengur á reiðhjóli varð undir vörubifreið. Samkvæmt...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Tuesday, 16 March 2021