Taíland

Drengirnir tólf allir komnir úr hellinum

Búið er að bjarga drengjunum tólf sem setið hafa fastir í helli í norðurhluta Taílands síðastliðna átján daga. Fótboltaþjálfari þeirra er enn í hellinum en björgunaraðgerðir standa yfir og vonir standa til að koma honum út á næstu klukkustundum.

Kafarar hafa unnið ótrúlegt þrekvirki. Fréttablaðið/AFP

Búið er að bjarga drengjunum tólf sem setið hafa fastir í helli í norðurhluta Taílands síðastliðna átján daga. Fótboltaþjálfari þeirra er enn í hellinum en björgunaraðgerðir standa yfir og vonir standa til að koma honum út á næstu klukkustundum. Piltarnir eru allir sagðir heilir á húfi.

Kafarar hafa unnið ótrúlegt þrekvirki undanfarna daga við að koma strákunum út. Aðstæður hafa verið erfiðar enda hellirinn þröngur og erfiður yfirferðar, og sums staðar var skyggni svo slæmt að kafarar sáu ekki nema nokkra sentímetra fram fyrir sig. Einn kafari týndi lífi í aðgerðunum. 

Brauð með súkkulaði eina óskin

Strákarnir eru sagðir við góða andlega og líkamlega heilsu en öllum verður haldið í einangrun í eina viku vegna sýkingarhættu. Þeir fá ekki að hitta fjölskyldur sínar fyrr en að þeim tíma liðnum, nema hugsanlega í gegnum gler. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að einn strákanna hafi strax að björgun lokinni beðið um brauð með súkkulaði - og fengið áheyrn bæna sinna. 

Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir undanfarna daga og allt kapp verið lagt á að koma strákunum út hið allra fyrsta. Súrefni gekk hins vegar hratt til þurrðar og  hefur því reglulega þurft að slá aðgerðunum á frest.

Strákarnir urðu innlyksa í hellinum þegar þeir fóru í vettvangsferð með fótboltaþjálfara sínum þann 23. júní síðastliðinn. Heimsbyggðin hefur staðið á öndinni allt frá því að fyrstu fregnir bárust og óvíst var um tíma hvort drengirnir yrðu heimtir úr helju. 

Sem fyrr segir er útlit fyrir að strákarnir hafi komist hraustir frá borði, þó búast megi við að næstu vikur muni fara í að byggja upp andlegan styrk að nýju.

Uppfært: 

Fótboltaþjálfaranum hefur verið bjargað úr hellinum. Þar af leiðandi hefur öllum þrettán verið komið á þurrt. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Taíland

Aðeins einn drengur og þjálfarinn eftir

Taíland

Drengirnir við góða heilsu í hellinum

Taíland

Kafari lést við að flytja súr­efni í hellinn

Auglýsing

Nýjast

Á­rásar­maðurinn myrti fimm manns á vinnu­stað í Illin­ois í gær

Fór illa út úr hruninu en vann 45 milljónir í vikunni

Reyndi að borða flug­miðann sinn

Fínt vetrar­veður fram eftir degi en hvessir í kvöld

Leiðar­vísir að Kata­lóna­réttar­höldunum

Réðist á gesti og starfs­fólk

Auglýsing