Páll Óskar Hjálm­týs­son greindi frá því fyrir stundu á Face­book síðu sinni að ó­prúttinn aðili á stefnu­móta­for­ritinu Grindr hefði dreift nektar­myndum af Palla í ó­þökk hans.

„Já, gott fólk. Svona lít ég út,“ skrifar Palli sem virðist lítið láta brotið á sig fá. Hann birtir jafnframt umræddar myndir af sjálfum sér.

„Fá­vitinn, sem ég sendi þessar myndir í trúnaði á Grindr og er nú að dreifa þeim út um allt - til að fá mig til að skammast mín fyrir að hafa líkama og lifa kyn­lífi - er rúm­lega 30 árum of seinn! Njótið vel,“ skrifar Páll.

Hann minnir á að ó­sam­þykkt dreifing á per­sónu­legum myndum varði við lög. Þau voru sam­þykkt á Al­þingi þann 17. febrúar 2021 síðast­liðinn. Lætur Palli skjá­skot fylgja.

Viðtal Fréttablaðsins við Pál Óskar um málið