Dreifing bólu­efnis Pfizer á lands­byggðina hófst í morguns­árið þegar bílar frá flutninga­fyrir­tækinu Jónum Tran­sport fóru af stað.

Alls fer bólu­efnið á 21 stað á lands­byggðinni og verður bílum ekið á Vest­firði, Suður­land, Norður­land og Austur­land. Þá verður flogið með bólu­setningar­lyfið á Egils­staði og því dreift þaðan sem og á Bíldu­dal.

Í til­kynningu frá Jónum Tran­sport kemur fram að fyrir­tækið muni sjá um dreifingu á bólu­efninu frá Pfizer á lands­byggðinni fyrir Dis­ti­ca. Haft er eftir Kristjáni Páls­syni, fram­kvæmda­stjóra fyrir­tækisins, að afar á­nægju­legt hafi verið að fylgja fyrstu sendingunum úr hlaði í morgun. Fyrir­tækið sér­hæfir sig meðal annars í lyfja­flutningum til og frá landinu.

„Eftir 8 vikna þrot­lausan undir­búning er gleði­legt að vera bæði búinn að taka við fyrstu sendingunni og jafn­framt koma henni af stað til við­tak­enda, bæði í borg og á lands­byggð,“ segir hann.