Aceredo er þorp á Spáni sem var sett undir vatn fyrir þrjátíu árum síðan til að búa til vatnsþró. Núna hefur þorpið þó litið dagsins ljós á ný.
Mikill þurrkur er á Spáni og vatnshæð í þrónni svo lág að fólk getur nú gengið um þetta gamla draugaþorp. Þorpið er orðið að vinsælum áfangastað ferðamanna.
Á fyrri árum hefur oft sést glytta í húsþök þegar lækkar í þrónni en aldrei jafn mikið og nú. Aðeins fimmtán prósent vatnsþrórinnar er nú í nýtingu.

Í dag er hægt að ganga niður fornar götur þorpsins sem eru nú alveg komnar upp úr vatnsþrónni.
Fréttablaðið/Getty

Vatnshæð í þrónni er sögulega lág.
Fréttablaðið/Getty

Þorpið er orðið að vinsælum áfangastað fyrir ferðafólk á Spáni.
Fréttablaðið/Getty

Þorpið er aðeins skuggi af því sem það var áður.
Fréttablaðið/Getty

Brúin að Aceredo birtist úr vatninu í október í fyrra.
Fréttablaðið/Getty

Húsþök birtast upp úr þrónni í október.
Fréttablaðið/Getty

Hús stendur eitt hálft undir vatni í október.
Fréttablaðið/Getty