Erlent

Drapst eftir að hafa verið troðið í rými fyrir hand­far­angur

United Airlines hefur beðist afsökunar á sorglegu atviki sem varð um borð á leið frá Houston til New York. Hvolpi var þá troðið í farangursrými þar sem hann kafnaði.

Hundurinn, fallegur hvolpur, var aðeins tíu mánaða gamall. Hann hefur sennilega kafnað. Facebook

Tíu mánaða hvolpur drapst í flugi United Airlines, eftir að hafa að beiðni flugfreyju verið troðið í handfarangursrými flugvélarinnar. Flugfélagið hefur beðist afsökunar á atvikinu og hefur vottað eigendum hundsins samúð sína.

New York Post greinir frá. Hundurinn var í þar til gerðri tösku en flugfreyjan krafðist þess, þegar vélin var komin í loftið, að hundinum yrði komið fyrir í handfarangursrýminu. Sú skipun gengur í berhögg við reglur flugfélagsins um gæludýr.

Flugfarþeginn Maggie Gremminger vakti athygli á þessu á Twitter þar sem hún deildi mynd af syrgjandi mæðgum. „Ég vil hjálpa mæðgunum. Hundurinn þeirra drapst vegna framferðis flugfreyju. Ég er miður mín.“

Þetta vakti mikla athygli, sem von er. Að sögn New York Post heyrðu flugfarþegar hundinn gelta á leiðinni en engin gelt bárust úr farangursrýminu þegar vélin var lent. Þá var hvolpurinn dauður.

„Hann lá þarna hreyfingarlaus á meðan fjölskyldan kallaði nafn hundsins. Ég hélt á barni konunnar áður á meðan móðir þess reyndi endurlífgun,“ segir annar flugfarþegi, June Lara á Facebook. 

Flugfélagið, sem hefur fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum, hefur heitið því að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur. „Við tökum fulla ábyrgð á því sem gerðist og vottum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við munum rannsaka atvikið til hlítar og fyrirbyggja að svona lagað gerist aftur,“ er haft eftir talsmanni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Undir­búa þing­kosningar til að bjarga Brexit og stöðu May

Bandaríkin

Hand­tek­inn á flótt­a eft­ir að hafa hót­að Trump líf­lát­i

Erlent

Um­deild „ung­frú Hitler“ keppni fjar­lægð af netinu

Auglýsing

Nýjast

Stundargaman á kostnað heilsu: Vilja takmarka flugeldanotkun

Bjóða börnum að koma með veika bangsa í skoðun

Tvær líkamsárásir í miðborginni í nótt

Leggj­a fram frum­­varp um refs­ing­ar fyr­ir tálm­un á ný

Sam­þykkir að bera vitni gegn Kavan­augh

Á þriðja tug látinn eftir skot­hríð á her­sýningu í Íran

Auglýsing