Þrír lögregluþjónar voru drepnir og fimm særðir þegar maður grunaður er um heimilisofbeldi í austurhluta Kentucky-fylkis í Bandaríkjunum hleypti af riffli gegn þeim löggum sem ætluðu að bera honum handtökuskipunina.
Maðurinn, Lance Storz, var handtekinn eftir nokkurra klukkutíma útistöður, seint um kvöld síðastliðinn fimmtudag. Í handtökuskipun mannsins kemur fram að hann hafi einnig hæft starfsmann almannavarna með skoti og drepið lögregluhund.
Fjórir lögregluþjónar mættu á vettvang upprunalega til að afhenda handtökuskipun fyrir heimilisofbeldi. Þeir kölluðu eftir aðstoð þegar Storz hóf að skjóta á þá. Að lokum gaf hann sig á færi lögreglunnar eftir samningaviðræður sem fjölskyldumeðlimir hans aðstoðuðu við.
Floyd County and our brave first responders suffered a tragic loss last night. I want to ask all of Kentucky to join me in praying for this community. This is a tough morning for our commonwealth. ^AB
— Governor Andy Beshear (@GovAndyBeshear) July 1, 2022
William Petry aðstoðarlögreglustjóri og Ralph Frasure lögreglustjóri létust báðir á vettvangi. Jacob Caffins lögregluþjónn lést úr sárum sínum á spítala eftir atvikið.
Fyrir dómara neitaði Storz sök að máli. Hann var kærður meðal annars fyrir þrjú morð og tilraun til manndráp.
Ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, bað allt fylkið að biðja með sér fyrir samfélaginu eftir árásina. Ríkissaksóknari fylkisins, Daniel Cameron, tók í svipaðan streng. „Lögregluþjónarnir okkar sýndu fram á ótrúlega hetjudáð og fórnfýsi í nótt frammi fyrir hinu illa,“ sagði hann meðal annars.
Please keep the families of these brave officers in your prayers. Our law enforcement exhibited unimaginable heroism and sacrifice last night in the face of evil. https://t.co/ruVNk3MhC1 (2/2)
— Attorney General Daniel Cameron (@kyoag) July 1, 2022