Þrír lög­reglu­þjónar voru drepnir og fimm særðir þegar maður grunaður er um heimilis­of­beldi í austur­hluta Ken­tucky-fylkis í Banda­ríkjunum hleypti af riffli gegn þeim löggum sem ætluðu að bera honum hand­töku­skipunina.

Maðurinn, Lance Storz, var hand­tekinn eftir nokkurra klukku­tíma úti­stöður, seint um kvöld síðast­liðinn fimmtu­dag. Í hand­töku­skipun mannsins kemur fram að hann hafi einnig hæft starfs­mann al­manna­varna með skoti og drepið lög­reglu­hund.

Fjórir lög­reglu­þjónar mættu á vett­vang upp­runa­lega til að af­henda hand­töku­skipun fyrir heimilis­of­beldi. Þeir kölluðu eftir að­stoð þegar Storz hóf að skjóta á þá. Að lokum gaf hann sig á færi lögreglunnar eftir samningaviðræður sem fjölskyldumeðlimir hans aðstoðuðu við.

Willi­am Petry að­stoðar­lög­reglu­stjóri og Ralph Frasure lög­reglu­stjóri létust báðir á vett­vangi. Jacob Caffins lög­reglu­þjónn lést úr sárum sínum á spítala eftir at­vikið.

Fyrir dómara neitaði Storz sök að máli. Hann var kærður meðal annars fyrir þrjú morð og til­raun til mann­dráp.

Ríkis­stjóri Ken­tucky, Andy Bes­hear, bað allt fylkið að biðja með sér fyrir sam­fé­laginu eftir á­rásina. Ríkis­sak­sóknari fylkisins, Daniel Ca­meron, tók í svipaðan streng. „Lög­reglu­þjónarnir okkar sýndu fram á ó­trú­lega hetju­dáð og fórn­fýsi í nótt frammi fyrir hinu illa,“ sagði hann meðal annars.