Fréttamiðillinn Al Jazeera hefur ráðið teymi lögfræðinga til að fara með morðið á Shireen Abu Akleh fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Haag.

Abu Akleh var blaðakona Al Jazeera sem ísraelskir hermenn skutu til bana 11. maí nærri Jenin-flóttamannabúðunum á hernámssvæði Ísraela á Vesturbakkanum.

Í yfirlýsingu Al Jazeera var bent á að dráp eða árásir á blaðamenn á átakasvæðum eða hernámssvæðum væru stríðsglæpur samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá vill Al Jazeera að dómstóllinn rannsaki sprengjuárásir ísraelska hersins á skrifstofubyggingu fréttamiðilsins í Gasa 2021.