Rússar segjast nú hafa þróað bólu­efni gegn kórónu­veirunni. Þetta til­kynnti for­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, í sjón­varps­út­sendingu frá ríkis­stjórnar­fundi sem fór fram raf­rænt í dag.

Yfir­völd þar í landi hyggjast hefja prófanir á bólu­efninu í þessum mánuði og hafa heitið því að bólu­setja milljónir íbúa og munu byrja á kennurum og fram­línu­starfs­manna heil­brigðis­þjónustunnar. Þá segjast Rússar einnig langt komnir með þróun á annarri tegund bólu­efnis sem ætti að verða til­búin á næstunni.

„Auð­vitað skiptir mestu fyrir okkur að geta tryggt al­gert öryggi fyrir þá sem fá bólu­efnið og að það verði hægt að nota það‘ í fram­tíðinni. Ég vona að þetta muni takast,“ sagði Pútín á fundinum. Hann sagði þá að dóttir hans hefði þegar verið bólu­sett með nýja efninu.

Bólu­efnið mun hljóta nafnið Sput­nik, sem er til­vísun í fyrsta gervi­hnöttinn sem var skotið út í geim af Sovét­mönnum.

Ýmsir vísinda­menn hafa lýst yfir á­hyggjum sínum af því hve hratt ríki virðast ætla að koma bólu­efnum sínum í notkun. Kín­verjar hafa þegar gefið út leyfi fyrir einu efni og mun það vera notað til að bólu­setja her­menn landsins. Þar hefur ekki enn verið sýnt fram á örugga notkun efnisins með ó­yggjandi hætti.

Frétt The Washington Post um málið.