Paris Jack­son, dóttir Michael Jack­son, hefur til­kynnt á Twitter að það sé ekki hennar hlut­verk að vernda föður sinn fyrir á­sökunum um kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum. Hún birti tístið eftir í­trekaðar til­raunir frétta­manna til að hafa sam­band við hana vegna heimilda­myndarinnar Lea­ving N­e­verland sem kom út á dögunum.

Í myndinni segja þeir Wade Rob­son og James Safechuck sögu sína, frá því þegar Jack­son vingaðist við þá og beitti þá kyn­ferðis­of­beldi á ungum aldri. Myndin hefur vakið sterk við­brögð og hafa út­varps­stöðvar í Kanada og Ástralíu til að mynda hætt að spila lög Jack­son. Víð­frægi tón­lista­maðurinn Dra­ke virðist einnig hættur að flytja lag sitt „Don’t Matter to Me“ á tón­leika­ferða­lagi sínu um Bret­land, en í við­laginu syngur Jack­son af gamalli upp­töku. 

Paris styður þó við bakið á frænda sínum Taj Jack­son sem leiðir nú her­ferð gegn heimildar­myndinni og hyggst ætla að fram­leiða aðra mynd til að svara Lea­ving N­e­verland. „Ég er bara að reyna að fá alla til að róa sig niður og fylgja flæðinu, vera slakir og hugsa frekar um stóru myndina,“ segir Paris sem virðist vera hin mesta ró­leg­heita­manneskja. 

Á Twitter hefur hún áður látið hafa eftir sér að fólk eigi að „chilla“ og „reykja gras“ frekar en að láta á­sakanirnar á hendur föður hennar hafa of mikil á­hrif á sig. Hún virðist ekki hafa á­hyggjur af arf­leið Jack­son en í svari við einu tísti segir hún: „Heldurðu virki­lega að það sé hægt að eyði­leggja nafn hans? Trúirðu virki­lega að þau eigi séns?“