Erlent

Dóttir Jack­son segir það ekki sitt hlut­verk að vernda föður sinn

Paris Jackson, dóttir Michael Jackson, hefur tilkynnt að það sé ekki hennar hlutverk að vernda föður sinn fyrir ásökunum um kynferðisofbeldi. Í heimildarmyndinni Leaving Neverland ásaka tveir karlmenn Jackson um kynferðisbrot gegn sér.

„Ég er bara að reyna að fá alla til að róa sig niður og fylgja flæðinu, vera slakir og hugsa frekar um stóru myndina,“ segir Paris.

Paris Jack­son, dóttir Michael Jack­son, hefur til­kynnt á Twitter að það sé ekki hennar hlut­verk að vernda föður sinn fyrir á­sökunum um kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum. Hún birti tístið eftir í­trekaðar til­raunir frétta­manna til að hafa sam­band við hana vegna heimilda­myndarinnar Lea­ving N­e­verland sem kom út á dögunum.

Í myndinni segja þeir Wade Rob­son og James Safechuck sögu sína, frá því þegar Jack­son vingaðist við þá og beitti þá kyn­ferðis­of­beldi á ungum aldri. Myndin hefur vakið sterk við­brögð og hafa út­varps­stöðvar í Kanada og Ástralíu til að mynda hætt að spila lög Jack­son. Víð­frægi tón­lista­maðurinn Dra­ke virðist einnig hættur að flytja lag sitt „Don’t Matter to Me“ á tón­leika­ferða­lagi sínu um Bret­land, en í við­laginu syngur Jack­son af gamalli upp­töku. 

Paris styður þó við bakið á frænda sínum Taj Jack­son sem leiðir nú her­ferð gegn heimildar­myndinni og hyggst ætla að fram­leiða aðra mynd til að svara Lea­ving N­e­verland. „Ég er bara að reyna að fá alla til að róa sig niður og fylgja flæðinu, vera slakir og hugsa frekar um stóru myndina,“ segir Paris sem virðist vera hin mesta ró­leg­heita­manneskja. 

Á Twitter hefur hún áður látið hafa eftir sér að fólk eigi að „chilla“ og „reykja gras“ frekar en að láta á­sakanirnar á hendur föður hennar hafa of mikil á­hrif á sig. Hún virðist ekki hafa á­hyggjur af arf­leið Jack­son en í svari við einu tísti segir hún: „Heldurðu virki­lega að það sé hægt að eyði­leggja nafn hans? Trúirðu virki­lega að þau eigi séns?“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Skilti á strætóum í London segja Jack­son sak­lausan

Erlent

Lýsa brotum Jack­sons í nýrri heimildar­mynd

Lífið

Hrikalega stórt skarð fyrir 80's-ið

Auglýsing

Nýjast

Tveir inn­lyksa á Hrafns­eyrar­heiði vegna snjó­flóða

Drengirnir í Grindavík fundnir

Rann­saka fram­leiðslu­ferli Boeing 737 MAX vélanna

Þór­hildur Sunna: Tæta í sig MDE til „verndar hégóma Sig­ríðar“

Á­rásar­maðurinn í Utrecht hand­tekinn

My­space glataði öllum gögnum frá því fyrir 2016

Auglýsing