Öku­maður kveðst hafa dottað undir stýri á Grinda­víkur­vegi með þeim af­leiðingum að hann ók utan í vegrið. Lög­reglan á Suður­nesjum greinir frá þessu í til­kynningu.

Þar kemur fram að maðurinn hafi leitað til læknis eftir ó­happið og reyndist hann tognaður og víða marinn a líkamanum. All­mörg um­ferðar­ó­höpp til við­bótar hafa orðið í um­dæminu það sem af er vikunnar en engin al­var­leg slys orðið á fólki.

Fá­einir öku­menn voru teknir úr um­ferð vegna gruns um vímu­efna­akstur og nokkrir kærðir fyrir hrað­akstur.

Þá kemur fram í til­kynningunni að lög­reglan hafði í vikunni upp á tveimur ein­stak­lingum sem staðnir voru að því að stela dósum úr bíla­kerru í Njarð­vík ný­verið.

Höfðu þeir notað barna­kerru til að ferja dósirnar og farið nokkrar ferðir. Þegar þeir fundust voru þeir að gramsa í rusla­tunnum. Skömmu síðar barst til­kynning um grun­sam­legar manna­ferðir og reyndust þar á ferðinni sömu menn, farnir að gramsa aftur í rusla­tunnum. Lög­reglu­menn veittu þeim til­tal og var þeim gert að láta af þessari hegðun sinni. Virtust þeir skilja það.