Innlent

Dósa­þjófnaður í Vestur­bæ fær farsælan endi

Ó­prúttnir aðilar höfðu um helgina á brott með sér fimm dósa­poka sem dug­legir krakkar úr frjáls­í­þrótta­deild KR höfðu safnað fyrir keppnis­ferð. Fjöl­margir hafa lagt hönd á plóg og virðist málið ætla að fá farsælan endi.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að Þórunn setti inn færslu í hóp Vesturbæinga á Facebook.

Fingralangir nátthrafnar höfðu á brott með sér fimm svarta ruslapoka fulla af dósum aðfaranótt sunnudags af bílaplani einkalóðar á Tómasarhaga. Þrjú börn úr frjálsíþróttadeild KR höfðu á föstudagskvöld gengið húsa á milli til þess að safna dósunum svo hægt væri að fjármagna keppnisferð til Gautaborgar í sumar.

„Manni finnst þetta vera svolítið lágkúrulegt,“ segir Þórunn Rakel Gylfadóttir, móðir eins barnsins, og yfirþjálfari í frjálsíþróttadeildinni í samtali við Fréttablaðið.

Erfitt að segja börnunum að vinnan væri fyrir bí

Að söfnun lokinni hafði faðir eins barnsins boðist til þess að skila pokunum í Sorpu en ekki komist á laugardeginum. Til hafi staðið að fara á sunnudeginum og hann því skilið pokana eftir fyrir aftan bílinn sinn á Tómasarhaga í hálfgerðum felum.

„Það er leiðinlegt að þurfa að segja börnunum að búið sé að stela einhverju sem þau hafa verið að vinna fyrir og safnað í góðri trú,“ segir Þórunn.

Dóttir hennar er meðal þeirra sem eru á leið í keppnisferðina, á alþjóðlega mótið Världsungdomsspelen, sem fram fer í Gautaborg. 

„Ég er að reka hana út á föstudagskvöldi eftir æfingar. Hún er líka að fara í aðra fimleikaferð og ég ætlaði ekkert að gefa henni eftir.“

Þannig hafi það verið sárt að þurfa að tilkynna börnunum að vinnan virtist vera til einskis.

Viðbrögðin ekki látið á sér standa

„Ég hugsaði bara, nú verð ég að gera eitthvað,“ segir Þórunn, en hún vakti athygli á málinu í hóp Vesturbæinga á Facebook og spurði hvort nágrannar sínir sæju sér fært að leggja börnunum lið svo hægt væri að vinna upp tapið.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa en hátt í þrjátíu manns hafa sagst vilja leggja börnunum lið í söfnuninni með því að gefa þeim dósir og flöskur fyrir keppnisferðinni. Þórunn er snortin yfir viðbrögðunum en hugsar þó til þess hvernig hún eigi að geyma allar dósirnar og flöskurnar sem nágrannarnir hafa boðið.

Það má því segja að náungakærleikurinn ríki í Vesturbæ?

„Já, svo sannarlega. Maður er aðeins farinn að hugsa hvernig maður getur geymt þetta ef maður kemst ekki í kvöld,“ segir hún á léttum nótum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing