Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, leiðir lista þeirra í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir oddviti Pírata í Kópavogi skipar 1. sæti Pírata í Kópavogi.
Tilkynnt var um úrslit prófkjörsins í dag en á eftir Dóru Björt í öðru sæti er Alexandra Briem og svo í þriðja sæti er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður.
Efstu sætin á lista Pírata í Reykjavík skipa:
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Alexandra Briem
Magnús Davíð Norðdahl
Kristinn Jón Ólafsson
Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir
Rannveig Ernudóttir
Oktavía Hrund Jóns
Olga Margrét Cilia
Tinna Helgadóttir
Kjartan Jónsson
Efstu sætin á lista Pírata í Kópavogi skipa:
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Indriði Ingi Stefánsson
Eva Sjöfn Helgadóttir
Matthías Hjartarson
Margrét Ásta Arnarsdóttir
Árni Pétur Árnason
Kjartan Sveinn Guðmundsson