Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn, segist hafa ákveðið að gefa áfram kost á sér í oddvitasæti flokksins í kosningum til borgarstjórnar í vor.
Dóra Björt tilkynnti um þetta á Sprengisandi í Bylgjunni í dag. Hún segist hafa tekið sér langan tíma í að hugsa þetta og ræða við fjölskylduna og flokkinn.
Ákvörðunin er stór, segir hún, en hún á til að mynda von á sínu fyrsta barni með Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi.
Eftir mikla ígrundun hafi Dóra ákveðið að gefa kost á sér á ný við að leiða listann. „Ég upplifi að ég hafi rétta hvata. Ég brenn fyrir þessu. Það eru verkefni þarna sem ég þarf að vinna og ég held að geti þetta. Ég held að ég hafi alla burði til að gera þetta vel og af krafti,“ sagði hún.