Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, odd­viti Pírata í borgar­stjórn, segist hafa á­kveðið að gefa á­fram kost á sér í odd­vita­sæti flokksins í kosningum til borgar­stjórnar í vor.

Dóra Björt til­kynnti um þetta á Sprengi­sandi í Bylgjunni í dag. Hún segist hafa tekið sér langan tíma í að hugsa þetta og ræða við fjöl­skylduna og flokkinn.

Á­kvörðunin er stór, segir hún, en hún á til að mynda von á sínu fyrsta barni með Sæ­vari Ólafs­syni í­þrótta­fræðingi.

Eftir mikla í­grundun hafi Dóra á­kveðið að gefa kost á sér á ný við að leiða listann. „Ég upp­lifi að ég hafi rétta hvata. Ég brenn fyrir þessu. Það eru verk­efni þarna sem ég þarf að vinna og ég held að geti þetta. Ég held að ég hafi alla burði til að gera þetta vel og af krafti,“ sagði hún.