Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykktu rétt í þessu að ákæra Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, til embættismissis fyrir að hvetja til uppreisnar.

Þetta er í fyrsta skipti í Bandarískri sögu sem forseti er kærður tvisvar sinnum til embættismissis í embættistíð sinni.

Allir Demókratar greiddu atkvæði með því að kæra forsetann ásamt nokkrum flokksbræðrum forsetans. Alls greiddu 232 fulltrúardeildaþingmenn atkvæði gegn forsetanum og 197 með honum.

Þá greiddu tíu Repúblikanar atkvæði með því að ákæra forsetanum og fjórir sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Vert er að minnast á að enginn Repúblíkani greiddi atkvæði gegn forsetanum þegar hann var ákærður síðast.

Niðurstaðan verður til þess að réttarhöld munu fara fram í öldungadeildinni um málið.

Demókrar kröfðust þess í nótt að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, myndi virkja ákvæði í 25. viðauka stjórnarskrár um að víkja forsetanum úr embætti, þar sem hann væri ekki lengur til að gegna embættinu. Pence hafnað þessu formlega í nótt.