Kimberly Guilfoyle, fyrrum sjónvarpskona á Fox News og kærasta Donalds Trump yngri, hefur fallið í ónáð fyrrum Bandaríkjaforsetans og föður kærasta síns.

Politico greinir frá því að Donald Trump hafi sagt aðstoðarmönnum sínum að honum þyki tengdadóttir sín vera óþolandi. Að sögn Politico ber Trump óvildarhug til Guildfoyle eftir að hún ákvað að styðja herferð Eric Greitens sem sækist eftir þingsæti fyrir Missouri á Bandaríkjaþingi.

Repúklikanar eru almennt óánægðir með Greiten vegna þess að hann var árið 2018 sakaður um kynferðisbrot. Repúklikanar láta vanalega ekki slíkar ásakanir eða jafnvel kærur eða dóma aftra sig og er Donald Trump lifandi dæmi um það. En af einhverri ástæðu draga þeir línuna hjá Greitens og er Trump óánægður með ákvörðun tengdadóttur sinnar að taka að sér starf kosningastjóra fyrir téðan stjórnmálamann.

Heimildarmaður sem er nátengdur Trump sagði við Politico: „Trump finnst Greitens vera vafasamur og honum finnst Kim pirrandi. Hann spurði hvers vegna í andskotanum hún væri að vinna fyrir hann.“

Eric Greiten sækist eftir sæti Roy Blunt á Bandaríkjaþingi.
Fréttablaðið/Getty images

Tengadóttirin einnig sökuð um kynferðislega áreitni

Kimberly Guilfoyle byrjaði með Donald Trump yngri árið 2018 eftir að hann skildi við eiginkonu sína til þrettán ára, Vannesu Haydon. Sama ár bárust fréttir um að Guilfoyle hætt hjá sjónvarpsstöðinni Fox til að styðja betur við Trump fjölskylduna fyrir kosningabaráttuna.

New Yorker greindi hins vegar frá því að henni hafi verið sagt upp eftir að fyrrum aðstoðarkona hennar sakaði hana um kynferðislega áreitni. Lögmenn Fox gerðu sáttagerð við aðstoðarkonuna upp á margar milljónir og reyndu að þagga niður í fréttinni.

Donald Trump er ekki sáttur með tengdadóttur sína.
Fréttablaðið/Getty

Guilfoyle vakti einnig mikla athygli fyrir ræðu sína á flokksþingi Repúblikana í fyrra en hún nánast öskraði í gegnum hana alla. Var hann líkt við Evu Perón úr söngleiknum Evitu.