Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segist búast við því að hann verði handtekinn næstkomandi þriðjudag.

Þatta kemur fram í færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social, en þar óskar hann eftir víðtækum mótmælum gegn þessari mögulegu handtöku.

„Mótmælið, náum þjóðinni okkar aftur,“ skrifar hann í hástöfum.

Trump vill meina að saksóknari í Manhattan, sem nú rannsakar mál hans, sé rammpólitískur og telur sig hafa upplýsingar sem sýni fram á fyrirhugaða handtöku.

Í Manhattan er greiðsla Trump til klámstjörnunnar Stormy Daniels rannsökuð, en talið er að hann hafi greitt henni fyrir að skrifa undir þöggunarsamning að einhverju tagi.