Öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði rétt í þessu Donald Trump, Bandaríkjaforseta, af sökum um að hafa framið embættisglöp og hindrað framgang réttvísinnar. Alls kusu 52 þingmenn með sýknu en 48 töldu hann vera sekan.

Kosningin fór að mestu eftir flokkadráttum eins og við hafði verið búist, en einn þingmaður Repúblikana, Mitt Romney, kaus þau gegn forsetanum í fyrri lið ákærunnar sem laut að misnotkun valds.

Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til þess að hann hefði verið fundinn sekur.

Málaferlin snérust um ásakanir þess efnis að Trump hafi misnotað vald sitt með því að hafa sett 400 milljón dala fjárhagsaðstoð til Úkraínu á ís gegn því að þau hæfu rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda gegn honum í forsetakosningunum í haust. Þá var hann einnig sakaður um að hafa hindrað framgang réttvísinnar.