Donald Trump Banda­ríkja­for­seti er ekki með kórónu­veiruna sem veldur CO­VID-19. Þetta stað­festi læknir for­setans, Sean Conl­ey, í gær­kvöldi. Trump snæddi kvöld­verð með sendi­nefnd for­seta Brasilíu í Mar-a-Lago fyrir viku en á dögunum kom í ljós að þrír úr nefndinni væru veikir vegna CO­VID-19.

CO­VID-19 hefur haft mikil á­hrif á Banda­ríkin og í gær til­kynnti Trump að 30 daga ferða­bann, sem til­kynnt var um í vikunni, ætti nú einnig við um Bret­land og Ír­land. Áður gilti bannið einungis um Evrópu­ríki sem eru aðilar að Schen­gen-sam­starfinu.

Í gær­kvöldi greindu banda­rískir fjöl­miðlar frá því að 2.100 manns hefðu veikst af völdum veirunnar í 49 ríkjum Banda­ríkjanna. Að minnsta kosti 48 hafa látist þar í landi.