Derek Chau­vin var í gær sak­felldur í þremur á­kæru­liðum fyrir að hafa myrt Geor­ge Floyd en Chau­vin var lög­reglu­maður þegar hann kraup á hálsi Floyd í um níu mínútur við hand­töku. And­rúms­loftið í Banda­ríkjunum hefur verið spennu­þrungið síðast­liðnar vikur vegna málsins og önduðu margir léttar þegar dómurinn var lesinn upp í gær.

Margrét Valdimars­dóttir, doktor í af­brota­fræði og lektor í lög­reglu­fræði við Há­skólann á Akur­eyri, segir að um á­kveðin tíma­mót séu að ræða, ekki síst þar sem lög­reglu­menn sem drepa borgara eru vana­legast sýknaðir. Sjálf bjóst hún ekki við því að Chau­vin yrði á­kærður fyrir annars stigs morð, al­var­legasta á­kæru­liðinn sem felur í sér allt að 40 ára fangelsis­vist.

„Ég bjóst við að hann yrði dæmdur fyrir annars stigs mann­dráp, sem hann var líka dæmdur fyrir, eða þriðja stigs morð,“ segir Margrét en til að vera dæmdur fyrir annars stigs morð þarftu að sýna af þér hættu­lega hegðun. „Ekki endi­lega viljandi að drepa en þú hefðir mátt vita að þú gætir mögu­lega drepið með hegðun þinni.“

Fjöl­menn mót­mæli brutust út í kjöl­far dauða Floyd í fyrra og segir Margrét að Black Lives Matter hreyfingin hafi spilað mikil­vægt hlut­verk í sak­fellingu Chau­vin. „Það hefur verið svo rosa­lega mikil fjöl­miðla­um­fjöllun á þessu máli að það var eigin­lega ekki annað hægt en að sak­fella hann, það voru allir að bíða eftir þessum dómi,“ segir Margrét.

Lögreglumenn töluðu gegn Chauvin

Að sögn Margrétar var dómurinn þó sér­stak­lega merki­legur af nokkrum á­stæðum. Hún vísar til að mynda til þess að í réttar­höldum Chau­vin hafi aðrir lög­reglu­menn borið vitni gegn Chau­vin, til að mynda hafi lög­reglu­stjóri Minnea­polis talað um dauða Floyd sem morð, en veru­lega sjald­gæft er að slíkt gerist í Banda­ríkjunum.

„Það segir manni að það er kannski að verða ein­hver breyting, þannig að því leiti er þetta merki­legt,“ segir Margrét. „Svo má kannski líka velta fyrir sér hvort það sé að breytast svona al­menna hug­myndin um að þetta séu ekki bara ein­staka skemmd epli í banda­rískri lög­reglu heldur sé þetta kerfis­bundinn vandi og mér finnst sú hugsun að­eins hafa breyst.“

Tíminn þarf að leiða í ljós hvort breytingar verði gerðar

Að­spurð um hvað dómurinn þýði fyrir banda­rískt sam­fé­lag segir Margrét að það eigi enn eftir að koma í ljós en býst ekki við því að dómurinn muni breyta öllu. Hún segir mikil­vægt að líta til baka á hvað hefur gerst á þessu tæp­lega einu ári frá því að Floyd lést og hvort ein­hverjar breytingar hafi verið gerðar.

„Það er eitt að dómar breytist, að það séu kannski auknar líkur á að lög­reglu­þjónar séu sak­felldir fyrir að drepa borgara, en svo er það annað hvort það hafi eitt­hvað breyst í banda­rískri lög­gæslu,“ segir Margrét en hún vísar til þess að þrátt fyrir að á­kveðnar borgir hafi gripið til að­gerða í lög­gæslu­málum hafi ekki orðið nein alls­herjar­breyting, til að mynda þegar kemur að þjálfun og menntun.-

„Dómurinn markar tíma­mót því að hann er öðru­vísi en flest mál gegn lög­reglu í Banda­ríkjunum, en hvort að hann í sjálfu sér sé ein­hvers­konar breyting það er annað, það verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Margrét.

Kalla eftir harðari refsingu

Nánast öruggt er að verj­endur Chau­vin muni á­frýja dómnum og er lík­legt að þeir muni færa rök fyrir því að Chau­vin hafi ekki fengið sann­gjörn réttar­höld þar sem nánast allir voru búnir að mynda sér skoðun áður en réttar­höldin hófust. Þá margir búnir að lýsa því yfir að Chau­vin væri sekur áður en dómurinn féll, til að mynda stjórn­mála­leið­togar.

Eftir átta vikur verður refsing Chau­vin á­kveðin en að sögn Margrétar mun hann að öllum líkindum ekki fá minna en 12 og hálfs árs dóm ef tekið er mið af fyrri dómum í Minnea­polis. Þá hafa sak­sóknarar farið fram á harðari refsingu þar sem um sér­stak­lega hættu­legar að­stæður var að ræða. Þá hefur verið kallað eftir harðari refsingu þar sem Chauvin var lögreglumaður þegar Floyd lést.

„Það er alveg lík­legt að dómari fari þá leið að það verði harðari dómur en maður myndi búast við, að hann fengi 20 ár eða eitt­hvað svo­leiðis og hann muni síðan sitja inni tvo þriðja af því,“ segir Margrét. Hún segir ó­ljóst á þessum tíma­punkti hvort dómurinn muni vera for­dæma­g­efandi en ljóst sé að eitt­hvað sé að ske.