Lögmenn lögreglumannsins Dereks Chauvin fluttu lokaræðu sína í gær fyrir kviðdómendur en jafnvel er búist við úrskurði yfir honum í dag. Chauvin kraup á hálsinum á George Floyd í rúmar níu mínútur svo Floyd missti meðvitund og lést á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Flestar borgir Bandaríkjanna búa sig undir hvernig bregðast skuli við fái Chauvin mildan dóm en búist er við gífurlegum mótmælum um gjörvallt landið fari svo að Chauvin sleppi með skrekkinn.

Búðareigendur í Minneapolis, þar sem Chauvin starfaði, hafa byrgt fyrir glugga sína.

Washington Times segir til dæmis að NBA ætli að fresta leikjum verði Chauvin dæmdur til vægrar refsingar. Hann á yfir höfði sér 40 ára dóm verði hann dæmdur sekur.