Skipun Sig­ríðar Á. Ander­sen á dómurum við Lands­rétt braut gegn 6. grein mann­réttinda­sátt­mála Evrópu. Ís­lenska ríkið er bóta­skylt í máli sem Guð­mundur Andri Ást­ráðs­son höfðaði gegn ríkinu og fór með fyrir Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu (MDE). Er ríkið ­skylt til að greiða 15 þúsund evrur, því sem um nemur rúm­lega tveimur milljónum króna, í málskostnað.

Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son flutti málið fyrir Guð­mund Andra, sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir ýmis brot, en þeir vildu meina að Arn­fríður Einars­dóttir, sem Sig­ríður skipaði við Lands­rétt, væri van­hæf þar sem hún hafi ekki verið á meðal fimm­tán hæfustu um­sækj­endanna á lista hæfnis­nefndar. Guðmundur hafi því ekki hlotið rétt­láta máls­með­ferð.

Sjá einnig: Landsréttarmálið rakið í heild sinni

Lands­réttur hafnaði kröfunni um að Arn­fríður væri van­hæf í málinu og Hæsti­réttur stað­festi þann úr­skurð. Á­kváðu þeir því að á­frýja málinu til MDE og var dómur kveðinn upp í morgun.

Skipan Sig­ríðar við Lands­rétt, sem tók til starfa í byrjun árs 2018, hefur dregið tals­verðan dilk á eftir sér. Fjórir þeirra sem metnir voru á meðal þeirra hæfustu á lista sér­stakrar dóm­nefndar hafa leitað réttar síns. Komst Hæsti­réttur að þeirri niður­stöðu í desember 2017 að stjórn­sýslu­lög hafi verið brotin og voru þeim Ást­ráði Haralds­syni og Jóhannesi Rúnari Jóhanns­syni hvorum dæmdar 700 þúsund krónur.

Það var síðan í októ­ber í fyrra að Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi Jóni Höskulds­syni sam­tals 5,1 milljón í skaða- og miska­bætur þar sem gengið var fram hjá honum við skipan dómara við Lands­rétt. Á sama var skaða­bóta­skylda ríkisins viður­kennd í máli Ei­ríks Jóns­sonar. Hann á enn eftir að sækja bætur sínar.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í heild.

Fréttin hefur verið upp­færð.