Noregur

Dóms­mála­ráð­herra Noregs stígur til hliðar

Tor Mikkel Wara, dómsmálaráðherra Noregs, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar eftir að sambýliskona hans var handtekin grunuð um að kveikja í bíl þeirra.

Tor Mikkel Wara, dómsmálaráðherra Noregs, á góðri stundu með innflytjendaráðherra Danmerkur, Inge Stojberg, í síðustu viku. Fréttablaðið/EPA

Dómsmálaráðherra Noregs, Tor Mikkel Wara, hefur stigið tímabundið til hliðar í kjölfar handtöku sambýliskonu hans. Er hún grunuð um að hafa kveikt í bíl fjölskyldunnar á sunnudaginn síðasta og ætlað að kenna ótilgreindum skemmdarvörgum um ódæðið. 

Norska öryggislögreglan handtók Leilu Anitu Bertheussen, sambýliskonu dómsmálaráðherrans, fyrr í dag. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í dag að sambýliskonan væri grunuð um skemmdarverkið. „Okkur grunar að sakborningurinn hafi kveikt eldinn sjálf og látið líta út fyrir að það hafi verið gert af einum eða fleiri ótilgreindum skemmdarvörgum.“

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir málið vera harmleik fyrir fjölskylduna. Fimm skemmdarverk hafa verið unnin á heimili dómsmálaráðherra og konu hans síðustu þrjá mánuði, þar sem meðal annars hefur verið krotað kynþáttahatari á bílskúrsvegg þeirra. Málið hefur vakið töluverða athygli í Noregi og samkvæmt heimildum norska dagblaðsins Verdens Gang hefur lögregla sett rannsókn á skemmdarverkunum í forgang. Þá fullyrðir blaðið að töluvert ergelsi hafi ríkt innan lögreglunnar, þar sem ekki hafi tekist að finna skemmdarvargana. Nú gæti það hafa breyst. 

Fyrsta árásin átti sér stað þann 6. desember síðast liðinn þegar einhver spreyjaði á hús ráðherrans og konu hans og bíl. Eins var kveikt í ruslafötu og flaska með eldfimum vökva festur við fjölskyldubílinn. Að lokum barst fjölskyldunni hótunarbréf fyrir tæpum tveimur vikum. 

Íkveikjan er skoðuð í samhengi við hin skemmdarverkin og verður Bertheussen yfirheyrð í kvöld. Ef hún verður sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að eins árs fangelsisvist eða háa sekt. 

Lögreglan hefur gert húsleit á heimili ráðherrans og konu hans og á ljósmyndum frá vettvangi má sjá að hún hafði á brott með sér tölvur og prentara. Jon Georg Dale er nýr dómsmálaráðherra Noregs þar til annað kemur í ljós. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Noregur

Tóku leigubíla fyrir 90 milljónir í boði háskólans

Noregur

Komu fyrir földum mynda­vélum við heimili ráð­herrans

Noregur

Sakaður um að brjóta gegn 263 börnum á netinu

Auglýsing

Nýjast

Bóka­út­gef­endum blöskrar hljóð­bóka­sprenging

Örlög Karadzic ráðast í dag

Á­rásar­maðurinn undir­búið árás á þriðja skot­markið

Lilja lítur fjarvistir alvarlegum augum

Hættir sem for­maður: „LÍV og VR hafa ekki átt sam­leið“

Vill að heims­byggðin berjist gegn ras­isma

Auglýsing