Dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen hefur boðað blaðamannafund í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag. Ríkis­­stjórnar­­flokkar Sjálf­­stæðis­­flokks og Vinstri grænna komu, hvor í sínu lagi, saman á þing­­flokks­fundi í Al­þingis­húsinu nú klukkan 13. Enginn ráð­herra eða þing­manna vildi tjá sig um niður­­­stöðu MDE að svo stöddu.

sjá einnig: Tjá sig ekki að svo stöddu

Í gær var birt niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar Sig­ríðar Á. Andersen á dómurum við Lands­rétt og komst að því að með skipuninni hafi hún brotið gegn 6. grein mann­réttinda­sátt­mála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Ís­lenska ríkið er bóta­skylt vegna málsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Sigríðar. 

Þá mun ríkis­stjórnin funda klukkan 16 í dag en fundur hennar átti að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað þar sem Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra sótti kvenna­ráð­stefnu Sameinuðu þjóðanna í New York en hún kom hingað til lands í morgun.

Fréttablaðið mun greina frá blaðamannafundinum að honum loknum.