Þetta var helst á Fréttavaktinni í kvöld á Hringbraut:

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að funda með lögreglustjórum um allt land á næstunni um hvort beri að rafbyssuvæða lögregluna vegna þess hve ólöglegur vopnaburður hefur færst í vöxt hérlendis.

Þrívíddarprentuð skotvopn eru mjög hættuleg þeim sem á þeim halda.  Þú geta auðveldlega sprungið.  Þrívíddarprentarar eru orðin vinsæl verslunarvara til framleiðslu á nytsamlegum og skemmtilegum hlutum. 

Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja kannast ekki við þá veröld sem birtist í þáttaröðinni Verbúðin sem fjallar um íslenska kvótakerfið.  Menningarblaðamaður Fréttablaðsins fór yfir málið.