Van­trausts­til­laga Sví­þjóðardemó­krata sem beint var að Morgan Johans­son, dóms­mála­ráð­herra Sví­þjóðar, var felld fyrr í dag eftir at­kvæða­greiðslu um til­löguna sem lögð var fram í síðustu viku. At­kvæða­greiðslan vakti at­hygli vegna þess að Magda­lena Anders­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, til­kynnti það að ríkis­stjórnin myndi öll segja af sér ef van­trausts­til­lagan yrði sam­þykkt.

„Ef þið viljið fella ráð­herra út af pólitískum skoðunum hans, eruð þið að fella ríkis­stjórnina í leiðinni,“ sagði Magda­lena Anders­son for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar á blaða­manna­fundi eftir at­kvæða­greiðsluna.

Það lá mjótt á munum en þeir flokkar sem kusu með til­lögunni hafa 174 sæti á Riks­dag, sænska þinginu. 175 manns, sem er minnsti meiri­hluti á þinginu, þurfa að kjósa með til­lögunni til þess að fella ráð­herra. 97 manns kusu á móti henni, 70 sátu hjá og 8 voru fjar­verandi.

Johans­son hefur orðið skot­mark stjórnar­and­stæðinga á undan­förnum árum vegna aukningu í tíðni byssu­glæpa í sænskum borgum. Glæpa­gengi í Stokk­hólmi, Gauta­borg og Mal­mö hafa verið í brenni­depli fjöl­miðla síðustu vikur og mánuði en lög­reglan hefur ekki náð að ráða niður­lögum þeirra.

Johans­son tók við em­bætti árið 2014 og hefur setið við völd síðan þá. Hann er sagður vera einn af lykil­ráð­herrum Sósíal­demó­krata og ríkis­stjórnarinnar.

Sér­fræðingar sögðu úr­slita­at­kvæðið hafa legið hjá Amineh Kaka­ba­veh, ó­háðum þing­manni sem áður var þing­maður Vinstri­flokksins. Hún gaf út fyrr í morgun að hún myndi sitja hjá í at­kvæða­greiðslunni. Með henni höfðu ríkis­stjórnin 175 manna meiri­hluta í at­kvæða­greiðslunni.