Dóms­mála­ráð­herra hefur skipað Björn L. Bergs­son og Jóhannes Rúnar Jóhanns­son í em­bætti dómara hjá Héraðs­dómi Reykja­víkur frá 14. janúar 2021. Þá hefur dóms­mála­ráð­herra skipað Arn­björgu Sigurðar­dóttur í em­bætti dómara hjá Héraðs­dómi Norður­lands eystra frá 14. janúar 2021 og Huldu Árna­dóttur í em­bætti dómara með hjá Héraðs­dómi Reykja­ness frá 19. janúar 2021. Þetta kemur fram á vef stjórnar­ráðsins.

Ljósmynd/Stjórnarráðið

Arn­björg Sigurðar­dóttir lauk em­bættis­prófi frá laga­deild Há­skóla Ís­lands árið 2004 og öðlaðist réttindi til mál­flutnings fyrir héraðs­dómi árið 2007 og síðar fyrir Hæsta­rétti Ís­lands árið 2013. Hún starfaði sem að­stoðar­maður héraðs­dómara árin 2005-2007 en frá þeim tíma og til ársins 2018 sem lög­maður. Árið 2018 tók hún að nýju við starfi að­stoðar­manns héraðs­dómara og hefur gegnt því síðan. Þá hefur Arn­björg gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kæru­nefndum fjöl­eigna­húsar­mála og húsa­leigu­mála og síðar kæru­nefndar húsa­mála, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lög­fræði á há­skóla­stigi.

Björn L. Bergs­son lauk em­bættis­prófi í lög­fræði frá laga­deild Há­skóla Ís­lands árið 1990 og öðlaðist réttindi til mál­flutnings fyrir héraðs­dómi árið 1992 og síðar fyrir Hæsta­rétti Ís­lands árið 1999. Hann starfaði sem lög­maður frá árinu 1999 til ársins 2017 en það ár tók hann við starfi skrif­stofu­stjóra Lands­réttar sem hann hefur gegnt síðan. Þá hefur Björn gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í kæru­nefnd jafn­réttis­mála og endur­upp­töku­nefnd, auk þess sem hann hefur komið að kennslu í lög­fræði á há­skóla­stigi.

Hulda Árna­dóttir lauk em­bættis­prófi í lög­fræði frá laga­deild Há­skóla Ís­lands árið 2001 og fram­halds­námi í lög­fræði frá Bristol-há­skóla árið 2006. Hún öðlaðist réttindi til mál­flutnings fyrir héraðs­dómi árið 2003 og síðar fyrir Hæsta­rétti Ís­lands árið 2018. Árin 2001 – 2005 starfaði hún sem lög­fræðingur hjá ó­byggða­nefnd en frá þeim tíma sem lög­maður. Þá hefur Hulda gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í fjöl­miðla­nefnd og yfir­fast­eigna­mats­nefnd, auk þess sem hún hefur komið að kennslu í lög­fræði á há­skóla­stigi.

Jóhannes Rúnar Jóhanns­son lauk em­bættis­prófi í lög­fræði frá laga­deild Há­skóla Ís­lands árið 1993 og meistara­prófi á sviði stjórnunar og rekstrar frá Cam­brid­ge-há­skóla árið 2019. Hann öðlaðist réttindi til mál­flutnings fyrir héraðs­dómi ári 1995 og síðar fyrir Hæsta­rétti Ís­lands árið 2002. Hann starfaði sem full­trúi hjá em­bætti ríkis­sak­sóknara frá árinu 1993 - 1994 en frá þeim tíma sem lög­maður. Þá hefur Jóhannes gegnt ýmsum öðrum störfum, s.s. setu í skila­nefnd og slita­stjórn Kaup­þings banka og setu í stjórn Arion banka, auk þess sem hann hefur um langt skeið komið að kennslu í lög­fræði á há­skóla­stigi.