Fundi flokks­ráðs Sjálf­stæðis­flokksins er lokið og sam­þykkti flokks­ráðið nýja stjórnar­sátt­mála Fram­sóknar, VG og Sjálf­stæðis­flokks. Þá hefur Mið­stjórn Fram­sóknar einnig sam­þykkt sátt­málann.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var ó­á­nægja meðal Sjálf­stæðis­manna að flokkurinn fengi ekki til sín heil­brigðis­ráðu­neytið enþað fellur í skaut Fram­sóknar. Að öðru leyti voru flokks­ráðs­full­trúar Sjálf­stæðis­flokksins á­nægðir með nýjan stjórnar­sátt­mála.

Mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið verður brotið upp sam­kvæmt nýja sátt­málanum og færist mál­efni há­skólanna og rann­sóknir inn í sér ráðu­neyti sem mun einnig sjá um ný­sköpun og þróun. Mun það ráðu­neyti vera í höndum Sjálf­stæðis­manna.

Sér­stakt mennta­mála­ráðu­neyti sem sér um skóla- og barna­mál verður síðan hjá Fram­sókn. Fram­sókn mun einnig vera með sér­stakt menningar- og ferða­mála­ráðu­neyti. Sér­stakt inn­viða­ráðu­neyti verður einnig í höndum Fram­sóknar sem fer með hús­næðis- og skipu­lags­mál á­samt sam­göngu-og sveitar­stjórnar­málum.

Dóms­mála­ráðu­neytið fer aftur inn í innan­ríkis­ráðu­neytið munu Sjálf­stæðis­menn stýra því á­samt um­hverfis­ráðu­neytinu, utan­ríkis­ráðu­neytinu á­samt hluta at­vinnu­mála með fyrr­nefndu há­skóla og ný­sköpunar ráðu­neyti.

Vinstri grænir munu stýra for­sætis­ráðu­neytinu, fé­lags­mála­ráðu­neytinu og sjávar­út­vegs og land­búnaðar­ráðu­neytinu.