Ólafur Ís­leifs­son, þing­maður Mið­flokksins, spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort ráð­herrann deildi á­hyggjum hans af tjald­búðum flótta­fóks sem Reykja­víkur­borg heimilaði á Austur­velli og því að Dóm­kirkjunni hafi verið breytt í „al­mennings­náð­hús“ á meðam mót­mælum flótta­fólks stóð. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, sem ný­verið tók ó­vænt við em­bætti dóms­mála­ráð­herra, sagði í svari sínu að Reykja­víkur­borg hafi gefið leyfi fyrir upp­setningu tjaldsins. Í leyfinu hafi verið til­skilið að taka ætti tjaldið niður klukkan 20. Það hafi ekki verið gert en Reykja­víkur­borg hafi ekkert að­hafst vegna þess. 

Hún sagði að tjaldið hafi nú verið tekið niður þó mót­mælin væru enn í gangi með öðrum hætti, en um klukkan 14 í dag mót­mælti flótta­fólk aftur á Austur­velli. Þrír voru hand­teknir

Þór­dís á­réttaði síðan í svari sínu að það væri réttur allra ein­stak­linga að mót­mæla. 

„Í stóra sam­henginu þá er það auð­vitað stjórnar­skrár­varinn réttur manna að mót­mæla á Austur­velli,“ sagði Þór­dís Kol­brún. 
Undir það tóku margir þing­menn og sögðu „Heyr heyr“. 
Þór­dís sagði að hún segði þetta samt með þeim fyrir­vara að öllum bæri að hlíta þeim reglum sem eru til staðar. 

Sjá einnig: Um­ræðu­drullu­mall á Austur­velli

„Ég segi bara, sem betur fer þurfti ekki frekari at­beina lög­reglu,“ sagði Þór­dís og í­trekaði svo að það væri stjórnar­skrár­varinn réttur allra ein­stak­linga að mót­mæla. 

Áður en til þessara orða­skipta kom hafði Ólafur spurt ráð­herrann um það hvers lags ráð­stafanir hún hyggðist gera því mögu­lega kæmi til þess að út­gjöld vegna hælis­leit­enda hér á landi myndu aukast um tvo milljarða miðað við það sem gert er ráð fyrir í fjár­lögum, eða úr þremur milljörðum í fimm. Þessi aukni kostnaður kæmi til vegna aukins fjölda um­sókna um vernd hér á landi. 

Þór­dís sagði að ekki hefði enn verið gripið til form­legra að­gerða en að hún hafi verið upp­lýst um stöðuna. Unnið sé að því innan ráðu­neytis hennar að fá upp­lýsingar frá Út­lendinga­stofnun um hvernig megi bregðast við stöðunni. Í fram­haldi af því verði lagðar fram til­lögur. 

Hún sagði að helsti vandi kerfisins væri hversu langan tíma það tekur að fara yfir um­sóknir. Hún segir að stærsta verk­efnið sé að finna leiðir til að flýta um­sóknar­ferlinu. 
Mót­mælum flótta­fólks á Austur­velli lauk í gær­kvöldi, en Ólafur er einn þeirra sem lýst hafði yfir miklum á­hyggjum af þeim undan­farna daga.

Fréttinni hefur verið breytt klukkan 16:16. Það var Reykjavíkurborg sem aðhafðist ekki þrátt fyrir að tjaldið hafi ekki verið tekið niður kl 20 samkv. samkomulagi - ekki ráðherra.