Dominion, fram­leiðandi kosninga­vélanna sem voru notaðar í for­seta­kosningunum síðast­liðinn nóvember, hefur lagt fram kæru á hendur Rudy Giuli­ani, lög­manni Donalds Trump, fyrir að dreifa ó­hróðri um fyrir­tækið og starf­semi þeirra í kjöl­far for­seta­kosninganna síðast­liðinn nóvember.

Giuli­ani, fyrrum borgar­stjóri New York, var lykil­aðilinn í her­ferð Trumps til að fá úr­slitum kosninganna snúið og voru ýmis mál höfðuð fyrir dóm­stólum þar sem Giuli­ani hélt því í­trekað fram að Domin­on vélarnar hafi átt hlut í meintu kosninga­svindli Demó­krata.

Fara fram á 1,3 milljarða í bætur

Dominion fara fram á að Giuli­ani greiði 1,3 milljarða Banda­ríkja­dala í skaða­bætur fyrir að halda úti „her­ferð upp­lýsinga­fölsunar“ um starf­semi fyrir­tækisins en á­sakanir Giuli­ani í garð Dominion hafi aug­ljós­lega verið falskar.

Vísað er til fleiri en 50 um­mæla sem Giuli­ani lét falla síðast­liðna mánuði en fyrir­tækið segir her­ferðina hafa valdið fyrir­tækinu miklum fjár­hags­legum skaða auk þess sem traust al­mennings á fyrir­tækinu varð fyrir höggi.

Fyrr í janúar lagði Domin­on fram á­kærur á hendur Sid­n­ey Powell, sem var einnig hluti af her­ferð Trumps til að fá úr­slitunum snúið, vegna rang­færslna um vélarnar og er gert ráð fyrir að fleiri á­kærur verði lagðar fram á næstu misserum.