Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari hóf þinghaldið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag, að biðja Báru Halldórsdóttur afsökunar. 

Í bréfinu þar sem hún var boðuð fyrir dóm, var hún rangfeðruð. Þar var Bára nefnd Guðmundsdóttir. 

Lárentsínus sagði fyrir fullum sal af blaðamönnum og stuðningsmönnum Báru, að þessi mistök skrifuðust alfarið á dómarann.

Þegar málið hafði verið þingfest og báðir aðilar höfðu lagt fram sín gögn lagði dómarinn til að fundin yrði heppileg dagsetning fyrir munnlegan málflutning. 

Reimar Snæ­fells Péturs­son, lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, lagði þá til að það yrði gert þegar í stað. Því var ekki mótmælt. Eftir málflutning og andsvör, þar sem Bára var ekkert ávörpuð, sagði dómarinn að hann hygðist reyna að kveða upp úrskurð fyrir vikulok - fyrir jól. „Við reynum okkar allra besta til þess,“ sagði hann.