Dómsmál

Dómari víkur vegna ummæla

Ástæðan er spurningar sem hún spurði lögmann nefndarinnar að fyrir þinghald í desember að lögmanni foreldranna fjarstöddum.

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán

Héraðsdómarinn Kristrún Kristinsdóttir þarf að víkja sæti í forsjársviptingarmáli barnaverndarnefndar Reykjavíkur gegn foreldrum barns. Ástæðan er spurningar sem hún spurði lögmann nefndarinnar að fyrir þinghald í desember að lögmanni foreldranna fjarstöddum.

Spurningarnar sneru meðal annars að því hverjir hefðu komið að vinnu málsins, hvaða aðstæður væru fyrir hendi og hverju úrskurður BVNR um forsjársviptingu byggðist. Lögmaðurinn taldi að dómarinn hefði í raun spurt sig hvort mark væri takandi á þeim gögnum BVNR sem hann hygðist leggja fyrir.

Lögmaður barnaverndar gerði kröfu um að Kristrún viki sæti þar sem með réttu mætti draga óhlutdrægni hennar í efa. Dómarinn hafnaði því en úrskurður hennar var kærður til Landsréttar sem komst að öndverðri niðurstöðu. Þarf Kristrún að víkja sæti af þeim sökum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Sýknaður af kyn­ferðis­broti gegn leik­skóla­barni

Dómsmál

Málflutningur í Bitcoin-málinu

Dómsmál

Hand­­a­v­inn­­u­­kenn­­ar­­i fær ekki bæt­­ur eft­­ir ­­slys í kennsl­u­stof­u

Auglýsing

Nýjast

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Innkalla lakkrís súkkulaði

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Auglýsing