Hátt í 200 hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftarlista þar sem þess er krafist að Alexis Krot, dómara í Michigan í Bandaríkjunum, verði vikið frá störfum.
Myndband af samskiptum Alexis við 72 ára karlmann, Burhan Chowdhury, hefur vakið athygli en Burhan var kærður fyrir að hafa garðinn við heimili sitt í borginni Hamtramck í órækt í talsverðan tíma. Braut hann þar með gegn samþykkt borgarinnar um viðhald á lóð sinni.
Þegar dómari, Alexis Krot í þessu tilviki, tók málið fyrir á fjarfundi með Chowdury á dögunum vandaði hún honum ekki kveðjurnar þó hann reyndi að útskýra fyrir henni að hann glímdi við mikinn heilsubrest og væri í lyfjameðferð vegna krabbameins.
„Þú ættir að skammast þín,“ sagði Alexis við Chowdhury og bætti því við að ef hún gæti dæmt hann í fangelsi myndi hún gera það. Sonur Chowdury, Shibbir Chowdhury, sem var með honum á fjarfundinum, útskýrði fyrir dómaranum að vissulega hefði garðurinn verið í órækt.
Sagðist Shibbir hafa séð um garðinn á undanförnum árum en þegar kæran barst hafi hann verið staddur erlendis vegna vinnu sinnar. Tók hann fram að búið væri að sinna viðhaldi á garðinum síðan kæran barst. Niðurstaðan var engu að síður sú að Burhan var gert að greiða hundrað dollara í sekt.
Fox 2-fréttastofan í Detroit leitaði viðbragða hjá Krot sem sagðist gjarnan vilja tjá sig um málið og þá gagnrýni sem hún hefur fengið. Yfirmaður hennar hafi þó ráðlagt henni að gera það ekki.
Judge Alexis G Krot loses her mind over cancer patient not being able to clear out brush around his house. pic.twitter.com/vUWu9zHwnx
— Dallas (@59dallas) January 12, 2022