Dómari í Banda­ríkjunum hefur tíma­bundið stöðvað um­deilda þungunar­rofs­lög­gjöf í Texas sem bannar þungunar­rof eftir sjö­ttu viku með­göngu.

Robert Pit­man, um­dæmis­dómari í Austin, hefur orðið við ósk ríkis­stjórnarinnar um að koma í veg fyrir að lögunum verði fram­fylgt á meðan verið er að rann­saka lög­mæti þeirra.

Lögin tóku gildi í byrjun septem­ber en hafa verið gífur­lega um­deild allt frá því þau voru fyrst sett fram, enda bannar hún í þungunar­rof nánast án undan­tekninga og gerir ein­stak­lingum kleift að lög­sækja hvern þann sem að­stoðar við fram­kvæmd þungunar­rofs.

Tals­menn Joe Biden Banda­ríkja­for­seta lýstu nýjasta úr­skurðinum sem mikil­vægu skrefi.

„Bar­áttan er bara rétt hafin, bæði í Texas og mörgum fylkjum í þessu landi þar sem vegið er að réttindum kvenna,“ segir Jen P­saki, fjöl­miðla­full­trúi Hvíta hússins.

Lög­gjafar­valdið í Texas hefur sam­stundis á­frýjað úr­skurðinum og opin­berir aðilar í Banda­ríkjunum búa sig undir frekari laga­deilur.

Pit­man skrifaði í 113 blað­síðna á­liti að frá þeirri stundu sem lögin tóku gildi þann 1. septem­ber síðast­liðinn hafi konur verið „ó­lög­lega hindraðar frá því að taka stjórn á eigin lífi á hátt sem er verndaður af stjórnar­skránni“.

Sam­tökin Who­le Woman‘s Health, sem reka fjöl­margar heilsu­gæslu­stöðvar er fram­kvæma þungunar­rof, hafa sagst ætla að byrja aftur að þjónusta fólk eins og fljótt og auðið er.

Texas Rig­ht to Life, sam­tök á móti fóstur­eyðingum, hafa á­sakað dómari um að „höfða til fóstur­eyðinga iðnaðarins“ og óskað eftir sann­gjarnri á­heyrn á næsta dóm­stigi.

Ríkis­stjórn Joes Biden höfðaði mál gegn lög­gjöfinni eftir að hæsti­réttur Banda­ríkjanna, sem er að meiri­hluta skipaður repúbli­könum, neitaði að bregðast við lögunum. Dóms­mála­ráðu­neytið lagði fram neyðar­til­lögu til að koma í veg fyrir að lögunum yrði fram­fylgt í Texas á meðan máls­höfðunin fer fram.

Biden hefur sjálfur lýst lögunum sem „for­dæma­lausri árás“ á réttindi kvenna en Greg Ab­bott, ríkis­stjóri Texas, hefur komið þeim til varnar og sagði:

„Hið dýr­mætasta frelsi er lífið sjálft.“