Dómari stefnir Jóni Steinari fyrir meiðyrði

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fréttablaðið/Ernir

Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, hefur verið stefnt fyrir meiðyrði. Benedikt Bogason hæstaréttardómari krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars, Með lognið í fangið, verði dæmd dauð og ómerk. Ríkisútvarpið greindi frá málinu í gær.

Í bók Jóns Steinars er meðal annars umfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Segir Jón Steinar Hæstarétt hafa framið dómsmorð á Baldri. Benedikt var einn dómara í málinu.

Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Einn dómara, Ólafur Börkur Þorvaldsson, vildi vísa málinu frá.

Tengdar fréttir

Dómsmál

Þolendur íslenska réttarkerfisins

Dómsmál

Skoðaði sam­skipti Sanitu kvöldið sem hún lést

Dómsmál

Flókið ferli endur­upp­tökunnar

Auglýsing
Auglýsing

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing