Dómsmál

Dómari stefnir Jóni Steinari fyrir meiðyrði

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fréttablaðið/Ernir

Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, hefur verið stefnt fyrir meiðyrði. Benedikt Bogason hæstaréttardómari krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars, Með lognið í fangið, verði dæmd dauð og ómerk. Ríkisútvarpið greindi frá málinu í gær.

Í bók Jóns Steinars er meðal annars umfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Segir Jón Steinar Hæstarétt hafa framið dómsmorð á Baldri. Benedikt var einn dómara í málinu.

Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Einn dómara, Ólafur Börkur Þorvaldsson, vildi vísa málinu frá.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Ákvörðun MDE væntanleg í máli Landsréttar

Dómsmál

Kirkjan fékk lægri bætur en hún vildi

Dómsmál

Fimm ár fyrir Shooters-árás

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing