Dómsmál

Dómari stefnir Jóni Steinari fyrir meiðyrði

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fréttablaðið/Ernir

Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, hefur verið stefnt fyrir meiðyrði. Benedikt Bogason hæstaréttardómari krefst þess að fimm ummæli í nýrri bók Jóns Steinars, Með lognið í fangið, verði dæmd dauð og ómerk. Ríkisútvarpið greindi frá málinu í gær.

Í bók Jóns Steinars er meðal annars umfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Segir Jón Steinar Hæstarétt hafa framið dómsmorð á Baldri. Benedikt var einn dómara í málinu.

Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Einn dómara, Ólafur Börkur Þorvaldsson, vildi vísa málinu frá.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Guð­rún sýknuð eftir hótanir gegn boccia-þjálfaranum

Dómsmál

Réttar­gæslu­maður bar vitni eftir á­sakanir móður

Dómsmál

Fram­burðurinn ekki metinn ó­trú­verðugur

Auglýsing

Nýjast

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna

Djakarta sekkur í hafið á methraða

Áhyggjur af deilunni við Sádi-Arabíu

Tókst að reka grind­hvalina úr friðinum

Auglýsing