Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir hefur boðað kröfu­gerð til Héraðs­dóms Reykja­víkur í kvöld. Þetta segir Lárentsínus Kristjáns­son dómari í sam­tali við RÚV. Að minnsta kosti þrír hafa lagt fram kröfu um að vera látnir lausir af sótt­kvíar­hótelinu við Þórunnar­tún.

Lárentsínus segir að hann muni endur­meta stöðuna eftir að sótt­varna­læknir hefur skilað inn kröfu­gerðinni ef ekkert gerist í milli­tíðinni. Öll málin verða væntan­lega flutt í einu og má síðan búast fast­lega við því að annar hvor máls­aðili á­frýi því til Lands­réttar í kjöl­farið.

Óljóst hvor dómstóllinn eigi að sjá um málið

Ein­hver á­höld virðast nú um hvernig halda ber á málinu en eins og Frétta­blaðið fjallaði um í gær kveða sótt­varna­lög á um að það sé sótt­varna­læknir eða lög­lærður full­trúi land­læknis sem ber lög­mæti frelsis­sviptingar í sótt­varna­skyni undir dóm en ekki ein­stak­lingur sem er ó­sáttur við þá frelsis­sviptingu.

Ómar R. Valdimars­son, lög­maður, greindi Frétta­blaðinu frá því í gær að hann hefði sent kröfu til Héraðs­dóms Reykja­víkur fyrir hönd skjól­stæðings síns sem dvelur gegn vilja sínum á sótt­varna­hóteli á grund­velli reglu­gerðar heil­brigðis­ráð­herra. Það er ekki í sam­ræmi við fyrir­mæli sótt­varna­laga en sam­kvæmt þeim er það sótt­varna­læknir sem setur fram skrif­lega kröfu um stað­festingu á gildi slíkrar á­kvörðunar, hafi henni verið mót­mælt.

Þá skal fyrr­nefnd krafa sótt­varna­læknis af­hent dóm­stjóra héraðs­dóms í þing­há þar sem máls­aðili dvelst þegar á­kvörðun er tekin. Þar sem sú á­kvörðun sem um ræðir í þessu til­viki var tekin í Leifs­stöð, telja lög­menn sem Frétta­blaðið hefur rætt við að af­henda eigi kröfuna dóm­stjóra Héraðs­dóms Reykja­ness en ekki Reykja­víkur.