Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur féllst í morgun á kröfu lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu um að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem hefur réttarstöðu sakbornings í morðmálinu í Rauðagerði gefi vitnaskýrslu í málinu.

Bindur vonir við Landsrétt

„Niðurstaðan er vonbrigði og hún verður að sjálfsögðu kærð til Landsréttar,“ segir Steinbergur. Hann segist vona að Landsréttur leiðrétti þennan kúrs lögreglunnar og undirtektir héraðsdóms.

„Lögreglan réttlætir þessi vinnubrögð með því hve alvarlegt málið sé,“ segir Steinbergur. Það standist enga skoðun enda eigi sakborningar jafnan rétt á vernd lagana óháð því hve alvarlegar sakargiftir á hendur þeim séu.

„Þetta er mínu viti gróf aðför að því grunnvallaratriði laganna að fyrir þeim séu allir jafnir og að allir sakborningar eigi jafnt tilkall til réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Steinbergur.

Aðspurður segir hann úrskurðinn í morgun engu breyta fyrir samband sitt við skjólstæðing sinn. Kæran til Landsréttar fresti réttaráhrifum úrskurðarins. Lögreglan hafi lagt áherslu á að taka skýrslu af Steinbergi í þessari viku, en ljóst sé að af því verði ekki. Tíðinda sé ekki að vænta frá Landsrétti fyrr en í næstu viku.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lög­m­ann­­a­­fé­l­ag­­ið mun óska upp­­­lýs­­ing­­a um mál Stein­b­­erg­s og hefur samkvæmt heimildum blaðsins óskað eftir fundi með Steinbergi vegna málsins. Berglind Svav­­­ars­d­­ótt­­­ir, hæst­­­a­r­­étt­­­ar­l­­ög­m­­að­­­ur og for­m­­að­­­ur lög­m­­ann­­­a­­­fé­l­­ags Ís­lands, seg­­­ist ekki tjáð sig um málið efnislega.

„Trún­að­ar­skyld­a er ein mik­il­væg­ast­a skyld­a sem lög­menn hafa í sín­um störf­um fyrir sína skjól­stæð­ing­a,“ seg­ir Berg­lind og bætir við: „Ef ein­hvern veg­inn á að reyn­a að reka fleyg í það eða kall­a verj­and­a í skýrsl­u­tök­u, þá þurf­a að vera mjög veig­a­mikl­ar á­stæð­ur fyr­ir því.“