Dómari í réttar­höldum yfir Kyle Ritten­hou­se, sem sakaður er um að hafa myrt tvo í borginni Kenosha í Wisconsin í fyrra­sumar, hefur bannað starfs­fólki sjón­varps­stöðvarinnar MSN­BC að vera við­statt þau sam­kvæmt frétt The Hill.

„Ég hef fyrir­skipað að enginn frá MSN­BC News fái að koma inn í bygginguna á meðan réttar­höldin standa yfir. Þetta er mjög al­var­legt mál og ég veit ekki hvað er endan­lega satt í því, en það þarf ekki að hugsa lengi um það að ein­hver sem eltir rútu með kvið­dóm­endum...það er mjög al­var­legt mál og verður lagt í hendur réttra yfir­valda sem á­kvarða fram­haldið“, sagði dómarinn Bruce Schroeder við réttar­höldin í dag.

Lausa­maður fyrir MSN­BC er sakaður um að hafa veitt rútu kvið­dóm­enda eftir­för og freistað þess að ná myndum af þeim í gær­kvöldi en kvið­dóm­endur hafa ráðið ráðum sínum í málinu í nokkra daga. Sam­kvæmt frétt Kenosha News var maðurinn hand­tekinn grunaður um um­ferðar­laga­brot. Lög­regla segir að hann hafi ekki náð neinum myndum af kvið­dóm­endum.

„Í gær­kvöldi var lausa­maður stöðvaður vegna um­ferðar­laga­brots. Þrátt fyrir að það hafi átt sér stað ná­lægt rútu kvið­dóm­enda hafði lausa­maðurinn engin sam­skipti við og ekki ætlað sér að hafa sam­skipti við kvið­dóm­endur meðan þeir ráða ráðum sínum eða ætlað sér að taka af þeim myndir. Það er miður að at­vikið hefur átt sér stað og við munum starfa með yfir­völdum að rann­sókn málsins“, segir í yfir­lýsingu frá fjöl­miðla­fyrir­tækinu NBC sem á og rekur MSN­BC.

Schroeder hefur vakið at­hygli fyrir fram­göngu sína í málinu með um­mælum sínum um kvið­dóm­endur, sak­sóknara og fjöl­miðla­um­fjöllun um réttar­höldin.

„Ég mun velta því vel og lengi fyrir mér um að leyfa beinar sjón­varps­út­sendingar frá réttar­höldum. Ég hef lengi trúað því að fólk eigi að geta fylgst með því sem á sér stað. En að sjá hvað er verið að gera hér er í raun ógn­vekjandi,“ sagði dómarinn fyrir skömmu í réttar­sal.