Á aðal­fundi Dögunar, sam­taka um rétt­læti og sann­girni og lýð­ræði, var á­kveðið að slíta fé­laginu. Fundurinn fór fram í dag en var boðaður í októ­ber með það að mark­miði að ræða slit fé­lagsins.

Flokkurinn var stofnaður vorið 2012 og bauð fram í al­þingis­kosningum árið 2013 og 2016 en náðu ekki inn á þing. Flokkurinn bauð ekki fram í kosningunum í ár.

Á aðal­fundi Dögunar var enn fremur sam­þykkt að láta fjár­muni fé­lagsins renna til jafns til Píeta sam­takanna og PEPP Ís­land, sam­taka fólks í fá­tækt.

Gunnar Hólm­steinn Ár­sæls­son, gjald­keri fé­lagsins, segir enga starf­semi vera eftir í fé­laginu og að fólk sé farið að finna fyrir önnur sam­tök og flokka.

Í að­draganda kosninganna sagði for­maður sam­takanna, Helga Þórðar­dóttir, í sam­tali við frétta­stofu Rúv að þau myndu lík­lega ekki bjóða fram en væru að vinna í mál­efnum sínum. Helga færði sig svo um set og var í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Reykja­víkur­kjör­dæmi suður.

Björg­vin Egill Vída­lín Arn­gríms­­son sem áður var vara­for­maður Dögunar tók odd­vita­sæti hjá Frjáls­lynda lýð­ræðis­flokknum í Norð­austur­kjör­dæmi í al­þingis­kosningunum í ár.

Á aðal­fundi Dögunar var enn fremur sam­þykkt að láta fjár­muni fé­lagsins renna til jafns til Píeta sam­takanna og PEPP Ís­land, sam­taka fólks í fá­tækt.