43 ára karlmaður var í gær fundinn sekur um að hafa 21. júní á síðasta ári banað 40 ára kærustu sinni í Nuuk á Grænlandi. Þá var hann einnig fundinn sekur um tilraun til manndráps þegar hann lagði til 15 ára dóttur hinnar látnu en hún komst undan manninum við illan leik.

Á grundvelli geðrannsóknar var ekki talið að hægt væri að gera manninum refsingu og verður hann því vistaður á viðeigandi stofnun í Danmörku um óákveðinn tíma.