Felix Byamukama var í gær dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir að hafa drepið fjallagórilluna Rafiki í Úganda. Hann játaði einnig að hafa brotist inn í friðland þar sem hann drap einnig litla antilópu og villisvín. Hann hélt því lengi fram að Rafiki hefði ráðist á sig og górillan hefði verið drepin í sjálfsvörn en rannsókn sýndi að Rafiki lést vegna stungusára.

Rafiki var foringi Nkuringo-hópsins sem taldi 17 górillur og var ein þekktasta górilla Úganda. Drápið vakti mikil viðbrögð en dýravinasamtök víða um heim fögnuðu dómnum. „Rafiki fékk réttlæti,“ sagði einfaldlega í yfirlýsingu Uganda Wildlife Authority (UWA)