Gunnar Jóhann Gunnarsson var í gær dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir að verða hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í Mehamn í Noregi aðfaranótt 27. apríl á síðasta ári

Dómurinn var birtur Gunnari Jóhanni í fangelsinu þar sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi, en ekki í sérstöku þinghaldi eins og venjan er, til þess að gæta að sóttvarnasjónarmiðum.

Samkvæmt dómnum var það virt Gunnari Jóhanni til refsiþyngingar að hann hefði lagt á ráðin um árásina fyrir verknaðinn og þá hafi fórnarlambið ekki átt undankomuleið frá staðnum þar sem brotið var framið.