Dóra Jóhannsdóttir, leikari og leikstjóri, nú síðast Skaupsins frá því um áramótin, sem þótti rífandi skemmtilegt, segist hafa skráð sig í Húsmæðraskólann til að breyta um lífsstíl eftir að hún hafði viðurkennt fyrir sjálfri sér að hún væri alkóhólisti. Hún hefur ekki snert búsið í þrjú ár – og er himinlifandi með sína nýju Dóru, sem er edrú og komin á ADHD-lyf.
Hún hugsaði húsmæðranámið á þann veg að ef hún lærði matseld og heimilishald ætti hún auðveldara með að vera heima hjá sér, en þyrfti fyrir vikið síður að flýja heimilið, og námið væri þannig partur af meðferðinni. Hún hefði í raun ekki kunnað eitt stakasta handtak í eldhúsinu fram að því, allra síst að elda mat, en svo hafi hún líka farið að sauma kjól í náminu – og þar komi enn ein sagan í lífi hennar.
Já, án umhugsunar hafi hún auðvitað ákveðið að hafa þetta djammkjól, svartan og stuttan. Hún gleymdi því sumsé um stund að hún væri hætti að djamma – þyrfti ekki enn einn djammkjólinn, því sá kafli í lífi hennar væri að baki. Og allt væri breytt með nýjum lífsstíl.
En hún hafi samt klárað saumaskapinn – og notað kjólinn við útskriftina.
Sjá má þetta brot úr viðtalinu hér.