Veitinga­staðurinn Dill hefur endur­heimt Michelin-stjörnu sína sem staðurinn missti fyrir ári síðan. Staðurinn er nú aftur orðinn eini staðurinn á Ís­landi til að vera með viður­kenninguna, sem er ein­hver stærsta viður­kenning sem veitinga­staðir um heim allan keppast við að fá.

Verð­launa­af­hending stendur nú yfir í Þránd­heimi í Noregi. Gunnar Karl Gísla­son, einn eig­enda Dills og yfir­kokkur, tók við viður­kenningunni, hvítum kokka­jakka frá Michelin.


Dill hefur áður hlotið slíka stjörnu, árið 2017, en missti hana tveimur árum síðar. Það var fyrsta Michelin-stjarna sem staður á Ís­landi hlýtur en sú sem Dill fékk í dag er önnur stjarnan sem kemur til Ís­lands.


Dill var áður til húsa á Hverfis­götu 12 áður en staðnum var lokað. Hann opnaði hins vegar aftur á Lauga­vegi 59 þar sem hann býður nú upp á úr­vals­mat, alla­vega ef marka má nefnd Michelin.

Starfsfólk Dill var komið saman til að fylgjast með verðlaunaafhendingunni í dag. Það var auðvitað hæstánægt með viðurkenninguna eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan: